Ráðgjafar heimsóttu félagsfólk NPA miðstöðvarinnar á Norðurlandi
Þrír ráðgjafar frá NPA miðstöðinni fóru í tveggja daga vinnuferð til Akureyrar dagana 24.-25. ágúst síðastliðinn. Tilgangur ferðarinnar var að styrkja tengslin við félagsfólk á landsbyggðinni og færa þjónustu NPA miðstöðvarinnar nær þeim.
Kynning á jafnvægishjólastólum
Heyra mátti mörg „Ó my god“ og „jahérna“ á kynningu á jafnvægishjólastólum hjá NPA miðstöðinni, miðvikudaginn 30. ágúst síðastliðinn.
Kynningin var á vegum Öryggismiðstöðvarinnar sem er með umboð fyrir jafnvægishjólastóla hér á landi. Stefán E. Hafsteinsson, iðjuþjálfi og vörustjóri fyrir Velferð hjá Öryggismiðstöðinni kynnti nokkrar gerðir af jafnvægishjólastólum og Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar deildi reynslu sinni af því að nota jafnvægishjólastól. Kynningin var opin öllum og var vel sótt. 23 einstaklingar mættu og var greinilega mikill áhugi á stólunum. Mestur var spenningurinn fyrir hjólastól sem ber nafnið IBOT og fer upp og niður tröppur.
Komst út í skóg með fjölskyldunni í fyrsta sinn í átta ár
Margrét Lilja Arnheiðardóttir, formaður Sjálfsbjargar Landssambands hreyfihamlaðra, hefur fengið að prófa jafnvægisshjólastól frá Öryggismiðstöðinni og segir tilfinninguna ólýsanlega.
Á aðalfundi Sjálfbjargar 2022 var Margrét Lilja kosin formaður landssambandsins en hún er yngst til að gegna því embætti síðan Sjálfsbjörg var stofnað árið 1961. Margrét er 27 ára og hefur verið einn af eigendum NPA miðstöðvarinnar síðan í lok árs 2019. Helstu áhugamál hennar eru útivist, tölvuleikir og félagsstörf.
NPA námskeið 6: Skyndihjálp
HVENÆR? Þriðjudagur 26. september, kl. 13:00-17:00.
HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.
Þáttakendur fá skírteini þess efnis að hafa lokið skyndihjálparnámskeiði hjá viðurkenndum aðila.
SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: 24. september 2023.
Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast!
NNDR ráðstefna um rannsóknir í fötlunarfræðum
5. júní 2023
Nordic Network of Disability Research ráðstefnan var haldin núna 10.-12. maí síðastliðinn. Ráðstefnan var haldin í 16. sinn í ár og fór að þessu sinni fram hér á Íslandi.
NPA miðstöðin var þess heiðurs aðnjótandi að flytja erindi á ráðstefnunni. Erna Eiríksdóttir fræðslustýra miðstöðvarinnar var með tvö erindi á ráðstefnunni og hún og Rúnar formaður voru svo saman með eitt. Hér má sjá yfirlit yfir erindin: