Fréttir

NPA námskeið 3: Hvert er hlutverk umsýsluaðila? Hvað gerir NPA miðstöðin? Aðbúnaður og ­hollustuhættir í NPA

 

2021 2022 NPAnamskeid3 kynning

20. janúar 2022

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
Hægt er að skrá sig á námskeið 3, á alla námskeiðsröðina og á biðlista eftir rafrænni námskeiðsröð, í hlekknum hér fyrir ofan.
Registration for a waitlist for a course in English in the link above.

SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR 6. febrúar 2022

NPA NÁMSKEIÐ 3:
HVERT ER HLUTVERK UMSÝSLUAÐILA? HVAÐ GERIR NPA MIÐSTÖÐIN? AÐBÚNAÐUR OG HOLLUSTUHÆTTIR Í NPA

Fyrir verkstjórnendur: Miðvikudagur 9. febrúar 2022 kl. 13:00-16:00
Fyrir aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur: Miðvikudagur 9. febrúar 2022 kl. 13:00-16:00
Tvö námskeið verða haldin á sama tíma. NPA verkstjórn­endur sækja annað námskeiðið en aðstoðarfólk og aðstoðarverk­stjórnendur hitt. Efni námskeiða fyrir hvorn hóp er það sama en áherslur geta verið misjafnar enda hlutverk fólks í hvorum hóp ólík. Boðið verður upp á umræður í lok námskeiðs.

Stök námskeið Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA mið­stöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Námskeiðið verður rafrænt sökum fjölda COVID-19 smita í samfélaginu.

Fyrir nánari upplýsingar, smellið á Lesa.

Lesa >>


Heildaryfirlit yfir NPA námskeið NPA miðstöðvarinnar, veturinn 2021-2022, með uppfærðum dagsetningum

 2022 jan NPAnamskeid heildarskjal rammi

14. janúar 2022, uppfært 20. janúar 2022

NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðið er þróað undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!

SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.

 

Lesa >>


Nýr kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar og Eflingar undirritaður fyrir jól

Nýr kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar og Eflingar undirritaður fyrir jól

NPA miðstöðin og Efling skrifuðu undir nýjan kjarasamning vegna NPA aðstoðarfólks þann 20. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki félagsfundar NPA miðstöðvarinnar. NPA miðstöðin mun kynna samninginn fyrir félagsfólki miðstöðvarinnar á rafrænum félagsfundi í janúar og verður samningurinn settur í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks NPA miðstöðvarinnar. Samningarnir gilda frá 1. janúar 2022 til 1. nóvember 2022.

Lesa >>


Óskað eftir NPA aðstoðarfólki í bakvarðasveit NPA miðstöðvarinnar

Óskað eftir NPA aðstoðarfólki í bakvarðasveit NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðin auglýsir eftir aðstoðarfólki í bakvarðasveit miðstöðvarinnar. Haft yrði samband við aðstoðarfólk á listanum þegar félagsfólk miðstöðvarinnar vantar aðstoð, t.d. ef upp koma óvænt forföll hjá aðstoðarfólki þess.

Aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar, sem gæti hugsað sér að taka auka vaktir, er sérstaklega hvatt til að skrá sig.

Til að skrá sig, farið á þennan hlekk.

Lesa >>


Opnunartími NPA miðstöðvarinnar yfir hátíðirnar

Opnunartími NPA miðstöðvarinnar yfir hátíðirnar

Sími NPA miðstöðvarinnar verður opinn á hefð­bundnum opnunartíma kl. 10:00-15:00 ­virka daga í kringum hátíðirnar, sem hér segir:

Þorláksmessa, 23. desember: Opið 10:00-15:00

Lokað aðfangadag

Mánudagur, þriðjudagur, miðviku­dagur og fimmtudagur 27.-30. desember: Opið 10:00-15:00

Lokað gamlársdag

Mánudagur 3. janúar 2022: Opið 10:00-15:00

Ath. vegna C-19 vinna ráðgjafar heima við. Heimsóknir á skrifstofu eru eftir samkomulagi.

Lesa >>

 

Fréttasafn