Hvernig virkar NPA?

  • NPA felur í sér að fatlað fólk ráði það aðstoðarfólk sem það velur sjálft.
  • NPA felur í sér að aðstoðarfólk vinnur samkvæmt starfslýsingu sem fatlað fólk semur og samræmist lífstíl og kröfum þess.
  • Markmið NPA er að fatlað fólk geti lifað lífi sínu og haft sömu möguleika og ófatlað fólk.
  • NPA felur í sér hámarks stjórn á því hvernig aðstoð er skipulögð og hönnuð eftir einstaklingsbundnum þörfum og lífsstíl

Embla

Hjá mér starfa aðstoðarkonur sem ég ræð sjálf og starfa þær eftir starfslýsingu sem ég bý til. Ég útbý vaktaplan út frá því hvenær ég þarf á aðstoð að halda. Aðstoðarkonunar aðstoða mig við flest sem ég geri í daglegu lífi til þess að ég geti stundað vinnu og nám, haldið heimili, stundað félagslíf, ferðast og verið með fjölskyldu minni og vinum. Mér finnst mikilvægt að aðstoðarkonurnar mínar geti tekið leiðsögn frá mér um hvernig aðstoðin er framkvæmd og séu opnar fyrir öllu því sem í starfinu felst. Eftir að ég fékk NPA fór ég að geta skapað mér minn eigin lífsstíl og virkilega verið ég sjálf.
Embla