Eftirfarandi kjarasamningar fyrir NPA aðstoðarfólk eru í gildi núna
Kjarasamningar milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar frá 2022 með hagvaxtarauki (pdf)
Sérkjarasamningur NPA miðstöðvarinnar og Eflingar um hvíldarvaktir (pdf)
Aðalkjarasamningur Eflingar og SA (pdf)

Útreikningar á jafnaðartaxta NPA samninga
1. nóvember 2022 til 31. janúar 2024
Grænn taxti 7.823 kr.
jafnaðartaxti sólarhringssamninga. 
Gulur taxti  6.982 kr. jafnaðartaxti sólarhringssamninga með hvíldarvöktum.
Blár taxti  7.161 kr. jafnaðartaxti NPA samninga án næturvakta.

Hér fyrir neðan má sjá allar greinar sem birtar hafa verið á vef NPA miðstöðvarinnar um það sem við kemur kjarasamningum.

 

Nýr kjarasamningur NPA aðstoðarfólks

24. maí 2023

Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar samþykkti síðastliðinn laugardag, 20. maí, kjarasamninga NPA miðstöðvarinnar við Eflingu og Starfsgreinasambandið um kjör aðstoðarfólks og sérkjarasamning um heimil frávik frá vakta- og hvíldartíma, sem undirritaður var þann 9. maí. Áður hafði samningurinn verið samþykktur af félagsfólki Eflingar sem starfar hjá NPA miðstöðinni þann 19. maí síðastliðinn. 

Lesa >>

Nýr kjarasamningur tók gildi 1. janúar 2022

Nýir kjarasamningar á milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar voru samþykktir í janúar og tóku gildi frá 1. janúar síðastliðnum. Helstu breytingar eru t.d. þær að laun NPA aðstoðarfólks hækkuðu 1. janúar um 25.000 kr. og er sú hækkun sú sama og á almenna vinnumarkaðnum. Einnig má nefna að nýtt launaþrep bætist við launatöfluna og að hlutverk aðstoðarverkjstórnenda er launsett.

Nýr sérkjarasamningur tekur einnig gildi 1. maí næstkomandi. Stærsta breytingin 1. maí er stytting vinnuvikunnar. Með styttingu vinnuvikunnar er verið að færa vinnutíma NPA aðstoðarfólks nær því sem gengur og gerist í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum. Þann 1. maí nk. styttist vinnuvika aðstoðarfólks úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 vinnustundir á viku, eða mánuðurinn úr 172 tímum niður í 156 tíma. Aðrar breytingar sem taka gildi 1. maí eru m.a. þær að álagsþrepum fjölgar og verða svipuð þeim sem gilda hjá sveitarfélögum og að hægt verður að setja eyður á vaktir svo vaktir þurfa ekki að vera í samfelldri heild.

Fyrir þau sem vilja glöggva sig betur á samningunum þá fylgja þeir hér með.

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

202201_-_Kjarasamningur_NPA_mistvarinnar_vi_Eflingu_fyrir_NPA_astoarflk.pdf

Nýjar launatöflur fyrir NPA aðstoðarfólk taka gildi

Samkomulag hefur náðst milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar/SGS um nýjar launatöflur fyrir NPA aðstoðarfólk sem kveða á um sömu hækkanir og gilda á almennum vinnumarkaði. Frekari vinna við útfærslu annarra þátta í sérkjarasamningnum bíður til haustins, en um þá þætti er enn farið skv. eldri sérkjarasamningi.

NPA miðstöðin sendi nú í morgun bréf til sveitarfélaga þar sem þeim er tilkynnt um hækkunina ásamt kröfu um að framlög til NPA samninga verði hækkuð til samræmis við nýjar launatöflur aðstoðarfólks, afturvirkt frá 1. apríl sl. Með bréfinu fylgdi afrit af samningi NPA miðstöðvarinnar og Eflingar ásamt útreikningi miðstöðvarinnar á nýjum jafnaðartaxta sem byggir á uppfærðum launatöflum ásamt forsendum.

Lesa >>

Fleiri greinar...