Hvernig hjálpar NPA miðstöðin fötluðu fólki af stað?
Sú/sá sem er að hugleiða að sækja um NPA samning og hefur áhuga á að nýta NPA miðstöðina sem umsýsluaðila getur haft samband við okkur á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Bjóðum við þá upp á fund þar sem við kynnum starfsemi okkar, hlutverk og hugmyndafræði til þess að fatlað fólk viti fyrir hvað við stöndum áður en það velur hvort það vilji gerast eigandi í miðstöðinni eða ekki.
Ef fötluð manneskja ákveður að gerast eigandi í NPA miðstöðinni getur hún nýtt sér hana til að aðstoða sig við að meta þjónustuþörf, sækja um NPA og vera innan handar í öllu því sem viðkemur því að vera verkstjórnandi yfir aðstoðarfólki