Óskað eftir NPA aðstoðarfólki í bakvarðasveit NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðin auglýsir eftir aðstoðarfólki í bakvarðasveit miðstöðvarinnar. Haft yrði samband við aðstoðarfólk á listanum þegar félagsfólk miðstöðvarinnar vantar aðstoð, t.d. ef upp koma óvænt forföll hjá aðstoðarfólki þess.

Aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar, sem gæti hugsað sér að taka auka vaktir, er sérstaklega hvatt til að skrá sig.

Til að skrá sig, farið á þennan hlekk.

NPA verkstjórnendum er bent á að líklega mun þurfa að greiða yfirvinnu fyrir allar vaktir aðstoðarfólks á bakvarðalista.

Þetta er tilraunaverkefni sem verður þróað áfram eftir því sem reynsla kemst á verkefnið. Það er von NPA miðstöðvarinnar að bakvarðasveitin geti með tímanum orðið öryggisnet sem komi félagsfólki NPA miðstöðvarinnar til góða.