Ráðgjöf og þjónusta iðjuþjálfa í boði NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðinni er sönn ánægja að kynna til leiks Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa. NPA miðstöðin hefur nýlega gert samkomulag við hana til að veita félagsfólki okkar nýja þjónustu.

Félagsfólki NPA miðstöðvarinnar býðst nú tækifæri að fá ráðgjöf og þjónustu iðjuþjálfa sér að kostnaðarlausu tengt heimilistathugun, hjálpartæki, eigin umsjá, vinnu eða námi, bílamálum eða vinnuaðstöðu aðstoðarfólks. Félagsfólk NPA miðstöðvarinnar fær allt að þrjú skipti með iðjuþjálfa á hverju almannaks ári.

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi býr að áralangri reynslu tengt nýsköpun, furmkvöðlastarfi, breytingarstjórnun, stefnumótunarvinnu og stjórnunarstörfum innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt kennslu á framhalds- og háskólastigi. Guðrún Jóhanna hefur verið í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands og situr nú í stjórn Vinnuvistfræðifélags Íslands (VINNÍS).

Í dag er Guðrún Jóhanna sjálfstætt starfandi iðjuþjálfi með eigin rekstur undir heitinu Iðjuþjálfun Heimastyrkur samhliða kennslustörfum. Hún var fyrst iðjuþjálfa á Íslandi til að fá staðfestingu frá Embætti landlæknis á rekstri starfsstofu 1. október 2017 og síðar einnig við að veita fjarheilbrigðisþjónustu. Hún er með starfsstofu á Lífsgæðasetrinu St. Jó Suðurgötu 41 í Hafnarfirði, Heilsuklasanum Bíldshöfða 9 í Reykjavík og býður einnig upp á fjarheilbrigðisþjónustu á skjá fyrir þá sem þurfa t.d. þá sem búa út á landi eða eru erlendis.

Til að sækja um tíma hjá iðjuþjálfa þarf að fylla út þetta form: https://npa.is/felagsfolk/idjuthjalfi sem við ráðgjafarnir fáum sent til okkar. Við sendum það áfram til að Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi geti haft samband við þig og fundið tíma sem hentar.

Við hvetjum þig til að nýta þessa frábæru þjónustu og vonum að það muni koma að góðum notum.