Ráðagóður ráðgjafi óskast á skrifstofu

Hefur þú áhuga á mannréttindum og sjálfstæðu lífi? NPA miðstöðin óskar eftir að ráða öflugan ráðgjafa til starfa á skrifstofu miðstöðvarinnar í tímabundna afleysingu.
Starfið felst í því að veita núverandi og væntanlegum notendum með notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hjá NPA miðstöðinni ráðgjöf er varðar skipulag og framkvæmd aðstoðarinnar. Starfið er spennandi, fjölbreytt og lærdómsríkt og er unnið í lifandi starfsumhverfi sem varðar mikilvæg mannréttindi fatlaðs fólks.
Óskað er eftir ráðgjafa í 100% starfshlutfall, tímabundið til 31. ágúst 2023. Unnið er á hefðbundnum skrifstofutíma, en vinnutími getur verið að nokkru leyti sveigjanlegur. Sérstaklega verður horft til umsækjenda sem hafa persónulega reynslu af NPA eða sambærilegu og tekið er fagnandi á móti umsóknum frá fötluðu fólki.
- Ráðgjöf og samskipti við félagsfólk og NPA aðstoðarfólk ásamt ýmis konar verkefnum er snúa að framkvæmd NPA, hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf og fleira.
- Aðstoða félagsfólk við að auglýsa eftir og ráða aðstoðarfólk og skipuleggja vaktir.
- Taka á móti erindum sem berast miðstöðinni og svara fyrirspurnum.
- Taka þátt í almennum störfum og verkefnum á vegum NPA miðstöðvarinnar.
- Leiðbeina, styðja og hvetja félagsfólk.
- Virkja sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt félagsfólks.
- Háskólamenntun á sviði félagsvísinda sem nýtist í starfi er æskileg, til dæmis í þroskaþjálfun, iðjuþjálfun, félagsráðgjöf eða fötlunarfræðum.
- Þjónustulund og jákvætt viðmót.
- Færni og lipurð í mannlegum samskiptum.
- Sjálfstæði, framtakssemi og ábyrgð í starfi.
- Sveigjanleiki og aðlögunarhæfni í ólíkum verkefnum og breytilegu starfsumhverfi.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Hreint sakavottorð.