Jafningjafræðsla og handverk

Mynd af prjónuðum barnafötum

Þriðjudagskvöldið 18. október ætlum við að hafa jafningjafræðslu og handverkskvöld í NPA miðstöðinni á milli 20-22.
Félagsfólk, aðstoðarfólk og starfsfólk skrifstofu getur þá komið með sitt handverk, prjóna, útsaum, teiknigræjur, málningapensla eða hvað annað sem fólk hefur áhuga á og við átt notalega stund saman.
Hér er kjörið tækifæri til þess að læra af hvert öðru og miðla reynslu og þekkingu okkar á milli.

Staður: Urðarhvarf 8, A-álma 2. hæð.
Tími: Þriðjudagur, 18. október 2022.
Hvað á að koma með?: ÞIG.
(Það er ekki skylda að koma með handverk)
Félagsfólk, verkstjórnendur og aðstoðarverkstjórnendur eru beðin um að koma skilaboðunum til aðstoðarfólks.
Kaffi og kleinur í boði á staðnum.

Ráðgjöf og þjónusta iðjuþjálfa í boði NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðinni er sönn ánægja að kynna til leiks Guðrúnu Jóhönnu iðjuþjálfa. NPA miðstöðin hefur nýlega gert samkomulag við hana til að veita félagsfólki okkar nýja þjónustu.

Félagsfólki NPA miðstöðvarinnar býðst nú tækifæri að fá ráðgjöf og þjónustu iðjuþjálfa sér að kostnaðarlausu tengt heimilistathugun, hjálpartæki, eigin umsjá, vinnu eða námi, bílamálum eða vinnuaðstöðu aðstoðarfólks. Félagsfólk NPA miðstöðvarinnar fær allt að þrjú skipti með iðjuþjálfa á hverju almannaks ári.

Guðrún Jóhanna iðjuþjálfi býr að áralangri reynslu tengt nýsköpun, furmkvöðlastarfi, breytingarstjórnun, stefnumótunarvinnu og stjórnunarstörfum innan heilbrigðis- og velferðarþjónustu ásamt kennslu á framhalds- og háskólastigi. Guðrún Jóhanna hefur verið í stjórn Iðjuþjálfafélags Íslands og situr nú í stjórn Vinnuvistfræðifélags Íslands (VINNÍS).

Lesa >>

Fleiri greinar...