NPA miðstöðin gerir athugasemdir við framkvæmd NPA námskeiða Félagsmálaráðuneytisins

Félagsmálaráðuneytið opnaði nýlega fyrir skráningar á námskeið sem ráðuneytið skipuleggur fyrir NPA verkstjórnendur, aðstoðarfólk og umsýsluaðila. Í bréfi sem ráðuneytið sendi til sveitarfélaga í byrjun nóvember kemur fram að forsenda fyrir endurnýjun NPA samninga sé að NPA notendur og aðstoðarfólk þeirra hafi skráð sig og lokið við námskeiðið fyrir 20. desember nk. Í framhaldinu hafa mörg sveitarfélög sett sig í samband við notendur með NPA samninga og óskað eftir staðfestingu um að þeir og aðstoðarfólk þeirra hafi lokið námskeiðunum og í einhverjum tilvikum að slík staðfesting sé forsenda þess að NPA samningur verði endurnýjaður fyrir næsta ár.

Lesa >>

Aðstoðarmaður í smitgát, hvað geri ég nú?

Sú staða getur komið upp að aðstoðarfólk þurfi að fara í smitgát. Undir venjulegum kringumstæðum ætti fólk í smitgát að geta sinnt vinnu en fara samt sérstaklega varlega og m.a. ekki umgangast fólk í áhættuhópi. Þegar NPA aðstoðarfólk fer í smitgát, sem margt hvert starfar hjá fólki í áhættuhóp, horfir málið öðruvísi við.

Þegar kemur upp sú staða að NPA aðstoðarfólk sem starfar hjá einstaklingi í áhættuhópi, lendir í smitgát og getur ekki sinnt vöktum á meðan á því stendur, þá getur viðkomandi aðastoðarmanneskja valið að láta skrá sig frekar í sóttkví til þess að geta fengið greiðslur frá Vinnumálastofnun fyrir þær vaktir sem hann/hún/hán mun missa af. Hinir möguleikarnir í þessum aðstæðum væru að nota hlífðarbúnað eða hugsanlega að skipta á vöktum við annað aðstoðarfólk sem tæki þá vaktir á meðan að viðkomandi er í smitgát.

Lesa >>

Sveitarfélög brjóta lög og ríkissjóður er áhorfandi

 

Nýfallinn dómur er mikilvægur sigur í baráttu fatlaðs fólks fyrir sjálfstæðu lífi. Viðbrögð frá stjórnvöldum nauðsynleg þegar í stað.

Í síðustu viku féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli manns sem hafði fengið samþykkta umsókn um notendastýrða persónulega aðstoð (NPA) hjá sínu sveitarfélagi en verulegar tafir voru á því að þjónustan gæti hafist. Ástæðan fyrir töfunum var sú að sveitarfélagið setti þann fyrirvara um veitingu þjónustunnar, að mótframlag bærist frá ríkissjóði vegna hennar. Maðurinn hafði sótt um NPA í október 2018 en var ekki gert kleift að nýta þjónustuna fyrr en í janúar 2021.

Lesa >>

Fleiri greinar...