NPA miðstöðin gerir athugasemdir við framkvæmd NPA námskeiða Félagsmálaráðuneytisins

Félagsmálaráðuneytið opnaði nýlega fyrir skráningar á námskeið sem ráðuneytið skipuleggur fyrir NPA verkstjórnendur, aðstoðarfólk og umsýsluaðila. Í bréfi sem ráðuneytið sendi til sveitarfélaga í byrjun nóvember kemur fram að forsenda fyrir endurnýjun NPA samninga sé að NPA notendur og aðstoðarfólk þeirra hafi skráð sig og lokið við námskeiðið fyrir 20. desember nk. Í framhaldinu hafa mörg sveitarfélög sett sig í samband við notendur með NPA samninga og óskað eftir staðfestingu um að þeir og aðstoðarfólk þeirra hafi lokið námskeiðunum og í einhverjum tilvikum að slík staðfesting sé forsenda þess að NPA samningur verði endurnýjaður fyrir næsta ár.