Aðalfundur NPA miðstöðvarinnar var haldinn þann 28. maí síðastliðinn.
Formaður NPA miðstöðvarinnar Rúnar Björn Herrera Þorkelsson var kosinn formaður NPA miðstöðvarinnar.
Stjórn NPA miðstöðvarinnar Eftirfarandi félagsfólk var kosið í stjórn NPA miðstöðvarinnar og hefur síðan þá haldið sinn fyrsta stjórnarafund og skipt með sér verkum sem hér segir: Hallgrímur Eymundsson, gjaldkeri Ágústa Arna Sigurdórsdóttir, meðstjórnandi Salóme Mist Kristjánsdóttir, meðstjórnandi Þorbera Fjölnisdóttir, meðstjórnandi
Nýir kjarasamningar á milli NPA miðstöðvarinnar og Eflingar voru samþykktir í janúar og tóku gildi frá 1. janúar síðastliðnum. Helstu breytingar eru t.d. þær að laun NPA aðstoðarfólks hækkuðu 1. janúar um 25.000 kr. og er sú hækkun sú sama og á almenna vinnumarkaðnum. Einnig má nefna að nýtt launaþrep bætist við launatöfluna og að hlutverk aðstoðarverkjstórnenda er launsett.
Nýr sérkjarasamningur tekur einnig gildi 1. maí næstkomandi. Stærsta breytingin 1. maí er stytting vinnuvikunnar. Með styttingu vinnuvikunnar er verið að færa vinnutíma NPA aðstoðarfólks nær því sem gengur og gerist í sambærilegum störfum hjá sveitarfélögum. Þann 1. maí nk. styttist vinnuvika aðstoðarfólks úr 40 vinnustundum á viku niður í 36 vinnustundir á viku, eða mánuðurinn úr 172 tímum niður í 156 tíma. Aðrar breytingar sem taka gildi 1. maí eru m.a. þær að álagsþrepum fjölgar og verða svipuð þeim sem gilda hjá sveitarfélögum og að hægt verður að setja eyður á vaktir svo vaktir þurfa ekki að vera í samfelldri heild.
Fyrir þau sem vilja glöggva sig betur á samningunum þá fylgja þeir hér með.
Í byrjun árs er kjörið að líta yfir farinn veg og verkefni nýliðins árs. Í dag er félagsfólk NPA miðstöðvarinnar 54 talsins og aðstoðarfólk um 245. Hin daglegu störf starfsfólks á skrifstofu felast helst í ráðgjöf og aðstoð til verkstjórnenda og aðstoðarfólks (um 300 manns) við hin ýmsu verkefni sem tengjast NPA, auk fjárhagslegrar umsýslu NPA samninga. Hér er yfirlit yfir helstu verkefnin.