Ólöglegt að setja kvóta á mannréttindi fólks

Nýverið féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfestir að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er lögbundinn réttur fatlaðs fólks og að það sé ólöglegt að setja kvóta á þau mannréttindi.
Hvaða þýðingu hefur þessi dómur fyrir fatlað fólk?
Dómur héraðsdóms er afdráttarlaus og staðfestir að rétturinn til NPA er skýr og sveitarfélögum er óheimilt að tefja afgreiðslu umsókna um NPA, t.d. með vísan til þess að mótframlög berist ekki úr ríkissjóði eða með öðrum fyrirvörum.
Þessi dómur þýðir að allt fatlað fólk sem hefur sótt um NPA, og uppfyllir önnur skilyrði fyrir þjónustunni, á rétt á því að sveitarfélagið afgreiði umsókn þeirra skjótt og örugglega.