Ólöglegt að setja kvóta á mannréttindi fólks

Nýverið féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur sem staðfestir að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er lögbundinn réttur fatlaðs fólks og að það sé ólöglegt að setja kvóta á þau mannréttindi.

Hvaða þýðingu hefur þessi dómur fyrir fatlað fólk? 

Dómur héraðsdóms er afdráttarlaus og staðfestir að rétturinn til NPA er skýr og sveitarfélögum er óheimilt að tefja afgreiðslu umsókna um NPA, t.d. með vísan til þess að mótframlög berist ekki úr ríkissjóði eða með öðrum fyrirvörum.

Þessi dómur þýðir að allt fatlað fólk sem hefur sótt um NPA, og uppfyllir önnur skilyrði fyrir þjónustunni, á rétt á því að sveitarfélagið afgreiði umsókn þeirra skjótt og örugglega.

Lesa >>

Breytt fyrirkomulag á skrifstofu vegna C-19

Frá og með fimmtudeginum 25. mars mun starfsfólk NPA miðstöðvarinnar að mestu leyti vinna heiman frá sér. Þetta mun gilda næstu þrjár vikur (og mögulega lengur) og er gert  vegna hertra sóttvarnaraðgerða af völdum C-19.

Þar til annað verður tilkynnt, verður skrifstofa NPA miðstöðvarinnar lokuð en ráðgjafar eru að sjálfsögðu tilbúnir til aðstoðar, nú sem endranær. Hægt er að ná í þá í síma NPA miðstöðvarinnar, 567 8270 og netfang This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Fjarfundir eru að sjálfsögðu einnig í boði.

(Mynd: Reykjastræti)

Vinkona og samstarfskona jarðsungin í dag

Í dag minnumst við Önnu Guðrúnar Sigurðardóttur, vinkonu okkar og ráðgjafa hjá NPA miðstöðinni. Anna Guðrún lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 16. febrúar síðastliðinn. Hún var jarðsungin frá Langholtskirkju í dag.

Anna Guðrún fæddist 18. september 1975, barn Sigríðar Önnu Sveinbjörnsdóttur sem lést í desember 2015 og Sigurðar Þorsteinssonar.

Anna Guðrún hóf störf sem ráðgjafi hjá NPA miðstöðinni í nóvember 2018. Leiðir Önnu Guðrúnar og sumra okkar höfðu skarast löngu fyrir þann tíma og hún var ekki ný í NPA hópnum enda hafði hún áður unnið hjá Þekkingarmiðstöð Sjálfsbjargar og skrifstofur beggja aðila voru í Sjálfsbjargarhúsinu. Við minnumst með þakklæti notalegra stunda og spjalls á milli vinnustunda, t.d. úti á svölunum í Sjálfsbjargarhúsinu í góðu veðri.

Lesa >>

Fleiri greinar...