Nýr kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar og Eflingar undirritaður fyrir jól

NPA miðstöðin og Efling skrifuðu undir nýjan kjarasamning vegna NPA aðstoðarfólks þann 20. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki félagsfundar NPA miðstöðvarinnar. NPA miðstöðin mun kynna samninginn fyrir félagsfólki miðstöðvarinnar á rafrænum félagsfundi í janúar og verður samningurinn settur í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks NPA miðstöðvarinnar. Samningarnir gilda frá 1. janúar 2022 til 1. nóvember 2022.