Nýr kjarasamningur NPA miðstöðvarinnar og Eflingar undirritaður fyrir jól

NPA miðstöðin og Efling skrifuðu undir nýjan kjarasamning vegna NPA aðstoðarfólks þann 20. desember síðastliðinn með fyrirvara um samþykki félagsfundar NPA miðstöðvarinnar. NPA miðstöðin mun kynna samninginn fyrir félagsfólki miðstöðvarinnar á rafrænum félagsfundi í janúar og verður samningurinn settur í atkvæðagreiðslu meðal félagsfólks NPA miðstöðvarinnar. Samningarnir gilda frá 1. janúar 2022 til 1. nóvember 2022.

Lesa >>

Óskað eftir NPA aðstoðarfólki í bakvarðasveit NPA miðstöðvarinnar

NPA miðstöðin auglýsir eftir aðstoðarfólki í bakvarðasveit miðstöðvarinnar. Haft yrði samband við aðstoðarfólk á listanum þegar félagsfólk miðstöðvarinnar vantar aðstoð, t.d. ef upp koma óvænt forföll hjá aðstoðarfólki þess.

Aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar, sem gæti hugsað sér að taka auka vaktir, er sérstaklega hvatt til að skrá sig.

Til að skrá sig, farið á þennan hlekk.

Lesa >>

Opnunartími NPA miðstöðvarinnar yfir hátíðirnar

Sími NPA miðstöðvarinnar verður opinn á hefð­bundnum opnunartíma kl. 10:00-15:00 ­virka daga í kringum hátíðirnar, sem hér segir:

Þorláksmessa, 23. desember: Opið 10:00-15:00

Lokað aðfangadag

Mánudagur, þriðjudagur, miðviku­dagur og fimmtudagur 27.-30. desember: Opið 10:00-15:00

Lokað gamlársdag

Mánudagur 3. janúar 2022: Opið 10:00-15:00

Ath. vegna C-19 vinna ráðgjafar heima við. Heimsóknir á skrifstofu eru eftir samkomulagi.

Fleiri greinar...