Stjórnarmenn fara á ráðstefnu í Svíþjóð

enil

Dagana 26. og 27. ágúst verður haldin ráðstefna í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þessi ráðstefna er fyrst og fremst haldin til að koma á samskiptum og miðla reynslu hreyfinga fólks um sjálfstætt líf í Danmörku, Eistlandi, Finnlandi, Íslandi, Lettlandi, Lithán, Noregi og Svíþjóð. Það er ENIL (European Network on Independent Living) sem stendur fyrir ráðstefnunni en JAG í Stokkhólmi er gestgjafinn.

Að senda fólk erlendis á ráðstefnu er dýrt og sérstaklega erfitt fyrir lítil félög sem eru stutt á veg komin. Við erum því fegin því að ULOBA, "systurfélag" okkar í Noregi, hefur boðist til að borga fyrir flug og gistingu fyrir okkur og þökkum við þeim kærlega fyrir aðstoðina. Þeir styrkja aðeins fólk frá "þróunarríkjum" í baráttunni fyrir sjáfstæðu lífi, þ.e.s.a. löndum sem eiga langt í land í þeirri baráttu eins og Eistland, Lettland, Litháen og Ísland.

Á ráðstefunni verður fyrst boðið upp á námskeið um sjálfstætt líf, en verður um ýmislegt sem nýtist í barátunni fyrir sjálfstæðu lífi. Eftir það, eða seinnipartinn á fimmtudeginum byrjar sjálfur fundurinn en þar verða ýmsir með fyrirlestra eins og formaður JAG, formaður ENIL í Noregi, stjórnarmaður STIL og okkar stjórnamaður Freyja Haraldsdóttir.

Á seinni deginum verða einnig ýmsir fyrirlesarar og má þar nefna Adolf Ratzka (ILI Svíþjóð) og Jamie Bolling (ENIL). Einnig mun hvert land kynna stöðu sína á notendastýrðri persónulegri aðstoð, afstofnanavæðingu og löggjöf.

Nánar um dagskrá ráðstefnunar má sjá á vef JAG: Dagskrá á ensku (Word skjal)

NPA miðstöðin stofnuð

Miðvikudaginn 16. júní 2010, var stofnfundur NPA miðstöðvarinnar haldinn.

Fundurinn var fjölmennur og var 15 manna lágmark stofnfélaga rúmlega tvöfaldað því að 33 manns gerðust stofnfélagar á fundinum.

Fundinum var stýrt af skipulega stýrt af Ragnar Gunnari Þórhallssyni og voru einnig sérfræðingar frá KPMG á fundinum m.a. til að svara ýmsum spurningum sem upp komu á fundinum.

Stofnfélagar kusu stjórn NPA miðstöðvarinnar og má sjá mynd af stjórninni ásamt varamönnum hér efst. Frá vinstri til hægri á myndinni eru þarna: Ágústa Eir Gunnarsdóttir, Gísli Björnsson varamaður, Freyja Haraldsdóttir, Hallgrímur Eymundsson formaður, Embla Ágústsdóttir, Rúnar Björn Þorkelsson varamaður, Aldís Sigurðardóttir og Ásdís Jenna Ástráðsdóttir varamaður.

Ég þakka öllum fundarmönnum kærlega fyrir góðan fund og séstaklega öllum stofnfélögunum. Nú þurfum við öll að róa öllum árum að því að NPA miðstöðin verði að veruleika sem allra fyrst.

Hallgrímur Eymundsson,
formaður stjórnar NPA miðstöðvar

Stofnfundur

Hér má sjá síðuna sem var sett upp fyrir stofnfundinn. Þar er dagskrá fundarins, hverjir voru boðaðir og fleira.

Lesa >>

Fleiri greinar...