Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023

NPA miðstöðin skilaði á dögunum inn umsögn um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023. Í umsögninni er reifað hvernig ríkissjóður hefur vanáætlað og vanfjármagnað sinn hluta af NPA og fyrir vikið eru um helmingi færri NPA samningar í gildi í dag en þeir ættu að vera samkvæmt lögum nr. 38/2018.

Í umsögninni er gerð krafa um að ríkissjóður standi við skuldbindingar sínar um fjármögnun NPA samninga fyrir árið 2023. Í það minnsta er gerð krafa um að ríkissjóður bæti inn í fjárlögin viðbótarfjármagni vegna 44 NPA samninga sem eru á biðlista.

Umsögnina má lesa með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
https://www.althingi.is/altext/erindi/153/153-34.pdf

Jafningjafræðsla og handverk

Mynd af prjónuðum barnafötum

Þriðjudagskvöldið 18. október ætlum við að hafa jafningjafræðslu og handverkskvöld í NPA miðstöðinni á milli 20-22.
Félagsfólk, aðstoðarfólk og starfsfólk skrifstofu getur þá komið með sitt handverk, prjóna, útsaum, teiknigræjur, málningapensla eða hvað annað sem fólk hefur áhuga á og við átt notalega stund saman.
Hér er kjörið tækifæri til þess að læra af hvert öðru og miðla reynslu og þekkingu okkar á milli.

Staður: Urðarhvarf 8, A-álma 2. hæð.
Tími: Þriðjudagur, 18. október 2022.
Hvað á að koma með?: ÞIG.
(Það er ekki skylda að koma með handverk)
Félagsfólk, verkstjórnendur og aðstoðarverkstjórnendur eru beðin um að koma skilaboðunum til aðstoðarfólks.
Kaffi og kleinur í boði á staðnum.

Fleiri greinar...