Vorönn 2023: Námskeið um líkamsbeitingu og skyndihjálp
Janúar 2023
English below.
SKRÁNING Smellið á þennan hlekk.
8. MARS 2023
Hluti 5: Líkamsbeiting og hjálpartæki
Síðasti skráningardagur: 6. mars 2023
Nánari upplýsingar um hluta 5, sjá hlekk.
18. APRÍL 2023
Hluti 6: Skyndihjálp
Síðasti skráningardagur: 16. apríl 2023
Nánari upplýsingar um hluta 6, sjá hlekk.
Upplýsingar um hluta 3: Umsýsla, aðbúnaður og hollustuhættir í NPA, og um hluta 4: Kjarasamningar, lög og reglugerðir, verða birtar síðar.
Námskeiðin þarf ekki að taka í réttri röð. Hver námskeiðshluti er sjálfstætt framhald af þeim sem var á undan.
Á hluta 5 og 6 í námskeiðsröðinni er eitt námskeið fyrir alla þátttakendur námskeiðsins.
Ávallt er boðið upp á umræður og spurningar.
Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.
MARKMIÐ
Að NPA verkstjórnendur, NPA aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur öðlist öryggi og færni í hlutverki sínu. Jafnframt að valdefla NPA notendur, fræða aðstoðarfólk og þar með renna sterkari stoðum undir framkvæmd NPA.
FREKARI UPPLÝSINGAR UM NÁMSKEIÐIN
Hvar
Húsnæði
NPA miðstöðvarinnar
Urðarhvarf 8
Inngangur A, 2. hæð
203 Kópavogur
Aðgengi Fullt aðgengi.
Sóttvarnir Húsnæði NPA miðstöðvarinnar er rúmgott og auðvelt að viðhalda fjarlægð. Spritt og grímur á staðnum.
Fyrir hverja Námskeiðin eru öllum opin en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Kostnaður Frítt fyrir félagsfólk, aðstoðarfólk og aðstoðarverkstjórnendur NPA miðstöðvarinnar. Kr. 9.000 fyrir námskeiðsröðina og kr. 2.000 fyrir einn hluta fyrir fólk utan NPA miðstöðvarinnar .
Forföll Ef viðkomandi missir af námskeiðshluta er hægt að sækja þann hluta næst þegar hann er í boði.
Leiðbeinendur Ráðgjafar NPA miðstöðvarinnar, NPA verkstjórnendur, NPA aðstoðarfólk og ýmsir sérfræðingar.
Viðurkenning Þátttakendur fá viðurkenningarskjal þegar þau hafa lokið námskeiðsröðinni.
Veitingar Léttar veitingar í hléi.
Fjarnámskeið Rafræn námskeið eru í vinnslu og verða í boði síðar. Opið er fyrir skráningu á biðlista.
Skráning og nánari upplýsingar www.npa.is/namskeid
Fyrirspurnir Sendist til This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
NPA courses in English
English speaking persons can registrate for a waitlist for course sequences 1-6, in this registration form.
One does not need to attend the courses in the correct order. Each course is an independent continuum of the course before.