NPA námskeið 2: Hlutverk, ábyrgð og samskipti
HVENÆR? Fimmtudagur 9. nóvember, kl. 13:00-16:00.
HVAR? NPA miðstöðin, Urðarhvarf 8, inngangur A, 2. hæð.
SKRÁNING: Smellið á þennan hlekk.
SÍÐASTI SKRÁNINGARDAGUR: Þriðjudagur 7. nóvember 2023.
Takmarkað pláss - skráðu þig áður en plássin fyllast!
Viðfangsefni
• Innsýn í hlutverk og ábyrgð verkstjórnenda og aðstoðarfólks.
• Mikilvægi opinna og góðra samskipta.
• Siðareglur NPA miðstöðvarinnar.
• Trúnaðaryfirlýsing og mikilvægi trúnaðar.
• Aðstæður sem upp geta komið skoðaðar og möguleg viðbrögð við þeim.
• Ráðningar og ráðningarviðtöl.
• Vaktafyrirkomulag og gerð vaktaplana og vinnuskýrslna.
• Hlutverk og sérstaða aðstoðarverkstjórnenda.
• Mikilvægi þess að virða sjálfstæði verkstjórnanda og H-in fimm.
• Umræður.
MARKMIÐ NÁMSKEIÐS
• Að þátttakandi öðlist skilning á ólíkum hlutverkum verkstjórnenda, aðstoðarverkstjórnenda og aðstoðarfólks.
• Að þátttakendur öðlist innsýn í mikilvægi þess að eiga góð samskipti og að vel sé haldið utanum ýmis starfsmannamál.
• Að þátttakendur öðlist skilning á siðasáttmála NPA miðstöðvarinnar.
LEIÐBEINENDUR
María Rúnarsdóttir, félagsráðgjafi og sáttamiðlari á Samskiptastöðinni.
Hallgrímur Eymundsson, NPA verkstjórnandi.
Sigurður Egill Ólafsson, NPA aðstoðarmaður.
Erna Eiríksdóttir, fræðslustýra og NPA ráðgjafi.
NÁNARI UPPLÝSINGAR
NPA grunnnámskeið NPA miðstöðvarinnar veita alhliða þekkingu og góða innsýn í NPA. Námskeiðin eru þróuð undir handleiðslu og út frá forsendum NPA notenda. Ekkert um okkur án okkar!
Fyrir hverja? Námskeiðið er öllum opið en félagsfólk og aðstoðarfólk NPA miðstöðvarinnar nýtur forgangs. Takmörkuð sæti í boði.
Stök námskeið: Námskeið NPA miðstöðvarinnar þarf ekki að taka í réttri röð. Hvert námskeið er sjálfstætt framhald af því sem var á undan.
Skipting í hópa: Á námskeiði 2 er einn hópur fyrir alla þátttakendur..
Aðgengi: Fullt aðgengi.
Veitingar: Léttar veitingar í hléi.
English speaking: The course is in Icelandic but will be offered in English in the future. Waitlist registration is open.