Sjálfstætt líf?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388Sjálfstætt líf og sameinandi samfélag (inngildandi samfélag/ i.e inclusive society) á við um líf utan stofnanaúrræða af öllu tagi. Það snýst ekki „bara“ um það að búa eða búa ekki í ákveðinni byggingu eða stað heldur fyrst og fremst um sjálfsákvörðunarrétt og valfrelsi yfir allar ákvarðanir á sínu eigin lífi og lífstíl.

Stórar stofnanir, sambýli, þjónustukjarnar og jafnvel almenn heimili geta ekki talist uppfylla skilyrði um sjálfstætt líf hafi þjónustan þar einkenni stofnanaúrræða.
Einkenni stofnanaúrræða eru m.a.:

  • Einstaklingar þurfa að deila aðstoð með öðrum
  • Takmörkuð eða engin áhrif einstaklings á hver veitir aðstoðina.
  • Aðgreining eða einangrun einstaklings frá samfélaginu og þátttöku í því.
  • Takmörkuð áhrif einstaklings á daglegar ákvarðanir.
  • Að einstaklingur ráði ekki með hverjum hann býr.
  • Skortur á sveigjanleika þjónustunnar óháð vilja og lífsstíl einstaklings.
  • Foreldraleg nálgun þjónustunnar yfir einstakling.

Stofnanaúrræði geta vissulega boðið fötluðu fólki upp á ákveðið val og stjórn yfir vissum þáttum en verið takmarkandi á öðrum þáttum. Þannig úrræði teljast þó enn til stofnanaúrræða og geta ekki fallið undir skilgreininguna um sjálfstætt líf.

Með vísan í:

Almennar ábendingar nr. 5 um 19. gr. Samningsins SÞ um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) um rétt fatlaðs fólks til að lifa sjálfstæðu lífi og vera þátttakandi í samfélaginuu

Evrópusamtök um sjálfstætt líf (ENIL) fagna lykilleiðsögn Sameinuðu þjóðanna um réttinn til sjálfstæðs lífs

 

NPA borin saman við stofnanaþjónustu við fatlað fólk

NPA - notendastýrð persónuleg aðstoð

NPA eykur frelsi, losar fjötra og bætir borgaraleg réttindi fatlaðs fólks sem þarf aðstoð í daglegu lífi til að njóta réttinda, sinna skyldum, öðlast ábyrgð og lifa því sjálfstæða lífi sem það vill.

Lesa meira...

Þörf notandans hunsuð?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Lesa >>

NPA án aðstoðar?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Lesa >>

Notendastýring háð tímafjölda?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Lesa >>

Fleiri greinar...