NPA án aðstoðar?

Rúnar Björn 080582 4209 IMG 9388

Þessa dagana stendur vinna við smíði frumvarps um innleiðingu NPA. Ekki eru allir sammála um hvað skuli standa í því frumvarpi en ýmsar hugmyndir eru komnar fram.

Ein þessara tillaga fjallar um takmörkun á mannréttindum vegna fötlunar. Nánar tiltekið að fólk sem þarf aðstoð við verkstjórnarhlutverkið vegna fötlunar sinnar eigi ekki rétt á NPA.

Ég spyr því:

  • Hvernig á að uppfylla þjónustuþarfir fólks sem ekki vill búa á þjónustukjarna og þarf aðstoð við verkstjórnarhlutverkið í NPA?
  • Hvernig rímar þessi tillaga við Sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF)?

Samkvæmt norskri fyrirmynd, í stíl við SRFF og samkvæmt þeirri hugmyndafræði sem lagt var upp með, þá er eftirfarandi texti það sem ég myndi vilja sjá:

Kjarni NPA er notendastýring og kjarni notendastýringar er hlutverk verkstjórnandans. Krafa er um að notandinn annist sjálfur verkstýringu en ekki er gerð krafa um það að notandinn sjái um verkstjórnina án aðstoðar. Þeir sem háðir eru stuðningi sem verkstjórnendur geta líka notið notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, að því gefnu að skipulagið sé talið vera notendastýrt á fullnægjandi hátt.

Endilega látið í ykkur heyra hér og annarstaðar ef þið hafið einhverja skoðun á þessu!
Skrifið bréf til þingmanna, ráðherra, ráðuneyta, sveitarstjórna, sambands íslenskra sveitarfélaga eða annara sem ykkur dettur í hug. Einnig er hægt að senda verkefnastjórninni um innleiðingu NPA ábendingar á eftirfarandi slóð:
https://www.velferdarraduneyti.is/npa/abendingar/